spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Heil umferð í 1. deild karla

Leikir dagsins: Heil umferð í 1. deild karla

Í kvöld fer heil umferð fram í 1. deild karla, boðið verður upp á tvíhöfða í Smáranum í Kópavogi og toppslag í Röstinni í Grindavík þegar ÍG fær KFÍ í heimsókn.
 
Leikir kvöldsins í 1. deild karla:
 
19:15: Ármann – Skallagrímur
19:15: Þór Akureyri – Höttur
(Þórsarar ætla að reyna að sýna leikinn á netinu – www.thorsport.is)
19:15: ÍG – KFÍ
19:15: ÍA – Hamar
20:00: Breiðablik – FSu
 
Kl. 18.00 hefst viðureign Breiðabliks og Grindavíkur í 1. deild kvenna og kl. 20.00 hefst leikur Breiðabliks og FSu í 1. deild karla. Blikar ætla að bjóða áhorfendum frítt inn á leikina og verður hægt að kaupa grillaða hamborgara og gos fyrir litlar 500 kr. fyrir báða leiki.
 
Þá er einn leikur í 2. deild karla þegar HK tekur á móti Mostra kl. 21:00 í Fagralundi.
 
Fréttir
- Auglýsing -