10:10
{mosimage}
(Páll Axel Vilbergsson býst ekki við því að leika með Grindavík í kvöld)
Grindavík og Snæfell mætast í sínum öðrum leik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Fjárhúsinu í Stykkishólmi og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Snæfellingar fengu skell í Röstinni í fyrstu viðureign liðanna á mánudag en þann leik vann Grindavík 110-82 og léku án Páls Axels Vilbergssonar sem verið hefur að glíma við meiðsli undanfarið. Páll hefur gefið það út að hann hafi fengið jákvæðar fréttir frá læknum varðandi meiðsli sín en átti síður von á því að vera með í kvöld en staðan yrði metin frá degi til dags.
Grindvíkingar munu bjóða upp á sætaferðir í Stykkishólm í dag kl. 15:30 en lagt verður af stað frá Íþróttahúsinu í Grindavík (Röstinni). Skráning í ferðina er í síma 896 2710 eða á [email protected]
Fleiri leikir eru á döfinni í dag og þá í yngri flokkum. Yfirlit yfir þá leiki má sjá í leikvarpinu hjá KKÍ: http://kki.is/leikvarp.asp