spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins – Grikkir og Serbar fá menn úr banni DAGUR 3

Leikir dagsins – Grikkir og Serbar fá menn úr banni DAGUR 3

Í dag er þriðji dagur í riðlakeppni á HM og eftir daginn verða línur farnar að skýrast í A og B-riðli. Liðin í C og D-riðli hvíla. Það er toppslagur í B-riðli þegar Bandaríkjamenn og Brasilía mætast en þau eru bæði með tvo sigra úr tveimur fyrstu leikjunum.
Ástralar töpuðu naumlega í gærkvöldi og verða því án efa beittir í dag.
 
Áhugaverðasti leikurinn er viðureign Slóveníu og Króatíu en þessi fyrrverandi ríki Júgóslavíu eru með afar góð lið.
 
Fylgstu með Tiago Splitter, miðherja Brasilíu. Hann hefur verið einn sterkasti leikmaður Evrópu en er nú á leiðinni í NBA. Hvernig stendur hann sig gegn NBA-leikmönnum í bandaríska liðinu.
 
Leikir dagsins:
A Jórdanía – Serbía kl. 13.30(ísl. tími)
B Slóvenía – Króatia kl. 13.30
B Túnis – Íran kl. 16.00
A Ástralía – Þýskaland kl. 16.00
B Bandaríkin – Brasilía kl. 18.30
A Angóla – Argentína kl. 18.30
 
Ljósmynd/ Hvað gerir Tiago Splitter í dag í stóra leiknum?
 
 
Fréttir
- Auglýsing -