Í kvöld fer heil umferð fram í Iceland Express deild kvenna en þetta er fyrsta umferðin eftir að deildinni var skipt upp í A og B riðil. Allir fjórir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.
Í Vesturbænum er von á hörkuslag þar sem KR tekur á móti Keflavík. Eins og flestum er kunnugt eru KR-konur ósigraðar í deildinni en Keflvíkingar hafa unnið síðustu þrjá deildarleiki sína en máttu þola 15 stiga tap gegn KR síðast þegar liðin mættust.
Njarðvík tekur á móti Snæfell í Ljónagryfjunni, Íslandsmeistarar Hauka fá Val í heimsókn að Ásvöllum og Grindavík tekur á móti Hamri í Röstinni.