Í dag fara fram fjórir leikir í Lengjubikarkeppninni, einn í kvennaflokki og þrír í karlaflokki. Í kvennaflokki mætast Fjölnir og KR í Dalhúsum kl. 18:00.
Þrír leikir eru í karlaflokki, Hamar tekur á mót KFÍ og Breiðablik fær ÍR í heimsókn en báðir leikirnir hefjast kl. 19:15. Klukkan 20:00 mætast svo Fjölnir og Þór Þorlákshöfn í Dalhúsum svo það verður tvíhöfði í Grafarvogi.