spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Fara Keflavík, KR og Haukar áfram í kvöld?

Leikir dagsins: Fara Keflavík, KR og Haukar áfram í kvöld?

09:47
{mosimage}

(Jón Arnór Stefánsson og KR-ingar geta tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld)

Deildarmeistarar KR og ríkjandi Íslandsmeistarar Keflavíkur geta í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR mætir Blikum í Smáranum í Kópavogi kl. 19:15 og á sama tíma mætast Njarðvík og Keflavík í Ljónagryfjunni. KR leiðir 1-0 gegn Blikum og Keflavík leiðir 1-0 gegn Njarðvík. Þá mætast Hamar og Haukar í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna en þetta er fjórða viðureign liðanna og leiða Haukar 2-1. Haukasigur í kvöld fleytir Hafnfirðingum inn í úrslit deildarinnar. Viðureign liðanna hefst líka kl. 19:15 í Hveragerði.

KR átti ekki í nokkrum vandræðum með Blika í fyrstu viðureign liðanna og höfðu Vesturbæingar þar stórsigur 123-75. Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur var öllu jafnari þar sem Keflavík tókst í fyrsta sinn á leiktímabilinu að vinna granna sína og það með 8 stiga mun, 96-88. Rimma Hauka og Hamars er æsispennandi en Haukar unnu þriðja leik liðanna í kvennaboltanum 59-55 að Ásvöllum í síðasta leik. Kvennalið Hamars og karlalið Njarðvíkur og Breiðabliks eru því á síðasta séns í kvöld. Tap hjá þessum liðum þýðir sumarfrí!

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -