Í kvöld fer fram undanúrslitaviðureign Hauka og Njarðvíkur í Subwaybikarkeppni kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 að Ásvöllum í Hafnarfirði en þegar hafa Keflvíkingar tryggt sér sæti í Höllinni eftir öruggan sigur á Fjölni síðasta föstudag.
Njarðvík og Haukar hafa unnið sinn hvorn deildarleikinn. Njarðvík hafði betur 95-80 þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni en framlengja varð þá viðureign. Haukar hefndu síðan ófaranna að Ásvöllum 94-65 þegar liðin mættust síðast en þá höfðu Haukar bætt við sig dönsku landsliðskonunni Kiki Jean Lund.
Þá eru yngri flokkarnir einnig á fullu í dag. Sjá alla leiki dagsins hér.