spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Enn eitt risaeinvígi Keflavíkur og KR hefst í kvöld

Leikir dagsins: Enn eitt risaeinvígi Keflavíkur og KR hefst í kvöld

06:00
{mosimage}

(Helga Einarsdóttir mun vonandi bjóða upp á viðlíka tilþrif í Toyotahöllinni í kvöld líkt og hún gerir á þessari mynd)

Undanúrslitin í Iceland Express deild kvenna hófust í gærkvöldi þar sem Haukar tóku 1-0 forystu í einvígi sínu gegn Hamari með sigri að Ásvöllum 66-61. Í kvöld mætast hin tvö liðin, Keflavík og KR, í sínum fyrsta undanúrslitaleik sem fram fer í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ kl. 19:15.

Undanfarið hafa Keflavík og KR mæst í hverjum risaslagnum á fætur öðrum en í fyrra léku liðin til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn þar sem Keflavík hafði betur. Í upphafi yfirstandandi tímabils mættust liðin í úrslitaleik Poweradebikarsins og þar vann Keflavík 82-71 en KR kom fram hefndum þegar liðin mættust aftur í Laugardalshöll og þá lyftu röndóttir Subwaybikarnum á loft. Í kvöld hefst svo undanúrslitaeinvígi liðanna en gera má ráð fyrir góðum slag því leikir þessara liða hafa verið ansi fjörlegir síðustu misserin.

Einn leikur er svo í 2. deild karla þegar Reynir Sandgerði tekur á móti Árvakri kl. 19:15 í Sandgerði. Þá eru tveir leikir í drengjaflokki sem sjá má hér – http://kki.is/leikvarp.asp?Dags=11.3.2009

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -