Karlalið Íslands leika í dag til úrslita á Norðurlandamóti unglinga sem fram fer í Solna í Svíþjóð. 16 ára lið Íslands mætir Finnum og 18 ára liðið mætir heimamönnum í Svíþjóð. 18 ára liðið ríður á vaðið kl. 09:15 og verður leikurinn sýndur í beinni á netinu á þessari slóð.
Kl. 11:15 er röðin svo komin að 16 ára strákunum sem mæta Finnum en sá leikur er eingöngu í beinni tölfræðilýsingu en hana má bæði finna á www.kki.is og á www.basket.se
Karfan.is mun greina ítarlega frá báðum leikjunum og við munum líka uppfæra reglulega gang mála á Facebook-síðunni okkar.