spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins á HM – nú fer fjörið af stað

Leikir dagsins á HM – nú fer fjörið af stað

Heimsmeistaramótið hefst í dag en öll liðin spila þá. Nokkrir áhugaverðir leikir eru á dagskránni en fyrir okkur sem höfum ekki aðgang að heimsmeistaramótinu í gegnum sjónvarp er hægt að horfa á leikina með því að kaupa sér aðgang að FIBAtv.
Heimamenn í Tyrklandi ættu að fá auðveldan andstæðing í fyrsta leik gegn Fílabeinsströndinni. Þægileg byrjun fyrir þá.
 
Athyglisverðasti leikur dagsins er leikur Rússlands og Púertó Ríkó. Rússar eru án Viktor Khryapa sem er meiddur en hann er þeim afar mikilvægur. Því ætti Púertó Ríkó sem hafa sýnt klærnar undanfarið að eiga góðan möguleika.
 
Fylgstu með hvernig Serbar standa sig án þeirra Nenad Kristic og Milos Teodosic sem eru í banni.
 
Leikir dagsins:
D Nýja Sjáland – Litháen kl. 13.00(ísl. tími)
C Grikkland – Kína kl. 13.00
A Ástralía – Jórdan kl. 13.30
B Túnis – Slóvenía kl. 13.30
C Rússland – Púertó Ríkó kl. 15.30
D Kanada – Líbanon kl. 15.30
A Angóla – Serbía kl. 16.00
B Bandaríkin – Króatía kl. 16.00
C Fílabeinsströndin – Tyrkland kl. 18.00
D Frakkland – Spánn kl. 18.00
A Þýskaland – Argentína kl. 18.00
B Íran – Brasilía kl. 18.30
 
Ljósmynd/ Mikið var um dýrðir á opnunarhátið HM í gærkvöldi en íslenskir körfuboltakrakkar tóku þátt í hátíðinni.
 
emil@karfan.is
Fréttir
- Auglýsing -