Í dag fara fram þrír leikir á EuroBasket í Slóveníu. Línur eru teknar að skýrast nokkuð en eftir daginn í dag eru aðeins tveir keppnisdagar eftir í milliriðlunum og eftir það hefjast 8-liða úrslit keppninnar.
Leikir dagsins:
Króatía – Ítalía
Spánn – Finnland
Grikkland – Slóvenía
Ítalir eru efstir í F-riðli ásamt Króötum og Slóvenum svo viðureign Króatíu og Ítalíu verður vafalítið mikill slagur en Spánverjar mega svo ekki misstíga sig gegn Finnum sem eru á botni riðilsins ásamt Grikkjum. Millirðillinn er tvískiptur þar sem Spánn, Finnar og Grikkir eru öll jöfn með fjögur stig. Fyrir Finna er mikið í húfi því sigur gæti komið þeim í 8-liða úrslitin og hið sama gildir fyrir Grikki þegar þeir mæta Slóvenum í dag. Það verður því hart barist í F-riðli í dag.
Hér má svo sjá helstu tilþrif úr viðureign Frakka og Letta í gær:
Mynd/ Marc Gasol og Spánverjar mæta Finnum í dag.