Í gær voru það Spánverjar og Frakkar sem tryggðu sig áfram í undanúrslit Evrópumeistaramótsins í Slóveníu. Spánverjar með stórsigur gegn Serbum en Frakkar sigu framúr heimamönnum í Slóveníu á lokasprettinum. Í dag leika Serbía og Slóvenía en leikið er um öll átta sætin, leikur liðanna hefst kl. 12:30 að íslenskum tíma en að honum loknum hefjast seinni tveir leikirnir í 8-liða úrslitum.
Króatar og Úkraínumenn mætast kl. 15:45 og kl. 19:00 mætast Litháen og Ítalía. Fyrirfram eru Króatar taldir sigurstranglegri í sinni viðureign sem og Litháar gegn Ítalíu en framganga Úkraínumanna og Ítala hefur vakið verðskuldaða athygli á mótinu.
Þá er einn leikur í Lengjubikarkeppni kvenna hér heima þegar Haukar taka á móti Snæfell kl. 19:15 í DB Schenkerhöllinni.
Fyrir þá sem búa svo vel að vera með gervihnattadisk og áskrift af BT Sports 2 þá verður leikur Króatíu og Úkraníu sýndur í beinni háskerpu útsendingu þar.
Mynd/ Tony Parker og Frakkar flugu inn í undanúrslit í gær eftir sigur á Slóvenum.