Í kvöld er mikið um að vera í körfuboltanum hér á Fróni. 3. umferð Iceland Express-deildarinnar klárast með þremur leikjum. Einnig er spilað í 1. deild karla, 1. deild kvenna, 2. deild karla og B-liða deildinni.
Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign Grindavíkur og Njarðvíkur en þetta eru tvö af þeim liðum sem eru líkleg til afreka í kvöld. Á Selfossi er einnig áhugaverð viðureign þegar heimamenn í FSu taka á móti Breiðabliki og lokaleikur 3. umferðarinnar er leikur Tindastóls og KR fyrir norðan. Allir þrír leikirnir hefjast kl. 19:15.
Þrír leikir eru í 1. deild karla. ÍA fær Þór Ak. í heimsókn upp á skipaskaga, Þór Þ. tekur á móti Ármanni og Valsmenn fá Skallagrím í heimsókn. Fyrstu tveir leikirnir byrja kl. 19:15 en sá síðastnefndi hefst kl. 20:00.
Einn leikur er á dagskrá í 1. deild kvenna en það er leikur Skallagríms og Fjölnis í Borgarnesi kl. 19:00.
Í 2. deild karla eru tveir leikir í kvöld. Á Hornafirði er leikur Sindra og Heklu kl. 19:00 og í Sandgerði taka heimamenn á móti Kkf. Þóri kl. 19:00.
Í B-liða deildinni spilar Stjarnan-b við Breiðablik b kl. 21:00 í Ásgarði.