spot_img
HomeFréttirLeikir dagins: Norðurlandamótinu lokað með leikjum gegn Finnlandi

Leikir dagins: Norðurlandamótinu lokað með leikjum gegn Finnlandi

Undir 16 og 18 ára lið Íslands taka þessa dagana þátt í Norðurlandamóti í Kisakallio í Finnlandi, en það fer fram frá 29. júní til 3. júlí. Í þessari röð er leikið gegn Noregi, Danmörku, Eistlandi, Svíþjóð og Finnlandi.

Íslensku liðunum hefur gengið ágætlega það sem af er móti þó svo að allir leikir liðsins gegn Svíþjóð í gær hafi tapast. Í heildina hafa unnist 9 leikir af 16 og eygja nokkur liðanna enn þá von um að tryggja sér verðlaun á lokadegi mótsins.

Fyrsti leikur dagsins er hreinn úrslitaleikur um Norðurlandatitilinn hjá undir 18 ára drengjaliðinu, næstir eru undir 16 ára drengir og þá taka við undir 18 og 16 ára stúlkur á sama tíma til þess að loka mótinu.

Karfan mun flytja fréttir af mótinu, en hér fyrir neðan má sjá íslenska leiktíma gegn Finnlandi í dag

03.07 – Finnland

U18 Drengja kl. 11:30

U16 Drengja kl. 13:30

U18 Stúlkna kl. 13:45

U16 Stúlkna kl. 13:45

Hér má sjá dagskrá NM 2022

Hér má sjá U16 ára lið drengja

Hér má sjá U16 ára lið stúlkna

Hér má sjá U18 ára lið drengja

Hér má sjá U18 ára lið Stúlkna

Hér verður hægt að horfa á leikina í beinni útsendingu

Hérna verður lifandi tölfræði

Fréttir
- Auglýsing -