Undanúrslit á evrópumóti U20 landslið hefst í dag í Grikklandi. Ísland missti af lestinni í átta liða úrslitum eftir tap gegn gríðarlega sterku liði Ísrael.
Mótið er samt sem áður ekki búið fyrir Ísland þar sem keppt er um öll sæti mótsins. Ísland mun því leika um 5-8 sæti mótsins og í undanúrslitum í þeirri keppni mætir liðið Serbíu. Serbía féll úr leik gegn Frakklandi í átta liða úrslitum en Frakkland vann með 20 stigum.
Ísland og Serbía eiga sér ekki mikla sögu inná körfuboltavellinum en liðin hafa sárasjaldan mæst. Serbía hefur mætt sterkum liðum á borð við Spán, Frakkland og Úkraínu á mótinu en nú er komið að stórliði Íslands sem hefur vakið verðskuldaða athygli hér í Krít.
Leikurinn hefst kl 18:15 aða íslenskum tíma og er í beinni eins og vanalega á Karfan.is.