Í dag er komið að fyrri leik Íslands gegn landsliði Kína í Xuchang City.
Fararstjórn KKÍ í Kína hefur fengið upplýsingar um að leikurinn verði sýndur beint á CCTV5 stöðinni í Kína. Leikurinn hefst kl. 19.30 að staðartíma sem þýðir að hann er 8 klukkustundum fyrr hér heima eða kl. 11.30.
Beinn tengill á netútsendingar stöðvarinnar er http://cctv.cntv.cn/live/cctv5/ en svo virðist sem hann sé aðeins ætlaður fyrir notendur innan Kína.
Áhugasamir geta athugað með að finna annan straum á netinu eða prufa Tengil 1 hérna og Tengil 2 hérna.
Nýjar myndir af strákunum og fararstjórn í Kína má sjá hérna á Facebook-síðu KKí.