spot_img
HomeFréttirLeikdagar í úrslitaeinvígi KR og Hauka

Leikdagar í úrslitaeinvígi KR og Hauka

16:10
{mosimage}

(Barátta Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn hefst á laugardag)

Þá eru leikdagarnir í úrslitaseríu KR og Hauka í Iceland Express deild kvenna komnir á hreint en Subwaybikarmeistarar KR og deildarmeistarar Hauka hefja baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn laugardaginn 21. mars næstkomandi kl. 16:00 að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Haukar eru ríkjandi deildarmeistarar og hafa því heimaleikjaréttinn í seríunni. Annar leikur liðanna fer svo fram í DHL-Höllinni í Vesturbænum þann 23. mars næstkomandi kl. 19:15. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

Leikir liðanna í úrslitaseríunni:

1.leikur – 21. mars laugardagur: Haukar-KR kl. 16.00 Ásvellir
2.leikur – 23. mars mánudagur: KR-Haukar kl. 19.15 DHL-höllin
3.leikur – 26. mars fimmtudagur: Haukar-KR kl. 19.15 Ásvellir
4.leikur – 29. mars sunnudagur: KR-Haukar kl. 19.15 DHL-höllin EF ÞARF
5.leikur 1. apríl miðvikudagur: Haukar-KR kl. 19.15 Ásvellir EF ÞARF

[email protected]

Mynd: [email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -