spot_img
HomeFréttirLeikbrot kyndir undir fyrir Lokahóf KKÍ og boðar útgáfu netþáttar

Leikbrot kyndir undir fyrir Lokahóf KKÍ og boðar útgáfu netþáttar

 
Körfuboltamenn halda lokahóf sitt hátíðlegt á Brodway laugardaginn kemur og af því tilefni hefur verið gefin út stikla úr netþætti sem Leikbrot, í samvinnu við Illusion og Körfuknattleikssamband Íslands, vinnur nú að. Stikluna má sjá hér og ljóst körfuknattleiksunnendur eiga gott í vændum þegar þátturinn kemur út.
Tilefni þáttarins er 50 ára afmæli Körfuknattleikssambandsins og sú skemmtilega stemming sem myndast hefur um íþróttina undanfarin ár.
 
Þátturinn verður afar veglegur og hafa tökur staðið yfir frá því í haust en um 30 manns tóku þátt í stærstu tökunum sem fóru fram í Dalhúsum í Grafarvogi um miðjan þennan mánuð.
 
Mynd/ Karl West: Frá upptökum í Dalhúsum í Grafarvogi.
 
Fréttir
- Auglýsing -