Leik seinkað vegna óvæntrar lokunar Hvalfjarðarganga

Leik Selfoss og Skallagríms í 1. deild karla hefur verið seinkað til kl. 20:00 í kvöld samkvæmt fréttatilkynningu KKÍ.

Það mun koma til vegna óvæntrar lokunar í Hvalfjarðargöngum fyrr í dag, sem lengdi ferðalag Skallagríms úr Borganesi til Selfoss.