spot_img
HomeFréttirLeifur dæmdi spennuleik í Finnlandi

Leifur dæmdi spennuleik í Finnlandi

Leifur Garðarsson dómari dæmdi í gærkvöldi viðureign Kataja og Lisboa Benfica í Evrópukeppni félagsliða en úr varð mikill spennuslagur sem Portúgalir unnu 90-93.
 
 
Karfan.is náði örstutt í skottið á Leif í gærkvöldi sem sagði dómgæsluna hafa gengið vel: „Þetta var hörkuleikur, um 1700 manns og Brazauskas var eftirlitsdómari.“
 
Nánar tiltekið Litháinn Romualdas Brazauskas en hann á að baki dómgæslu á fjórum Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum og Evrópukeppnum félagsliða. Þá er Brazauskas aðeins annar dómarinn í sögu FIBA sem sæmdur er gullflautunni en þann heiður hlaut Brazauskas árið 2010 á HM í Tyrklandi.
 
Ásamt eftirlitsstörfum í dag er hann „chief judge“ í úrvalsdeild kvenna í Litháen, stjórnarmaður í dómaranefnd Litháen og framkvæmdastjóri Baltic Basketball League. Þetta var s.s. enginn aukvisi sem fylgdist með störfum Leifs í gær.
  
Hér að neðan má sjá svipmyndir úr spennuleiknum og auðvitað bregður okkar manni fyrir að störfum:
Fréttir
- Auglýsing -