spot_img
HomeFréttirLeiðin til London 2012

Leiðin til London 2012

FIBA hefur sett í loftið heimasíðu um körfuboltakeppnina á Ólympíuleikunum árið 2012 í London. Síðan er hin vandaðasta og stútfull af skemmtilegum upplýsingum um keppnina og mola úr fortíðinni eins og t.d. að það var James A. Naismith sem átti fyrsta uppkastið í fyrsta leiknum á Ólympíuleiknum árið 1936.
Körfubolti sem er ein vinsælasta Ólympíugreinin og því mikilvægt að allur aðbúnaður sé til fyrirmyndar en keppnishöllin, þar sem körfuboltakeppnin fer fram í, er tilbúin.
 
 
Mynd: Keppnishöllin er glæsileg þar sem helstu stjörnunar körfunnar verða á parketinu.

Fréttir
- Auglýsing -