spot_img
HomeFréttirLebron sá þriðji stigahæsti frá upphafi

Lebron sá þriðji stigahæsti frá upphafi

 

Þrír leikir voru í 16 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Meistarar Cleveland Cavaliers eftir leikinn komnir í ansi góða stöðu gegn Indiana Pacers, 3-0. Þurfa nú aðeins einn sigurleik í viðbót til þess að sópa Pacers í sumarfrí. Þessi sigur þeirra í nótt ekkert eðlilegur. Unnu niður 26 stiga forystu heimamanna í Indiana í seinni hálfleiknum. Lebron James stórkostlegur fyrir Cavaliers í leiknum, skoraði 41 stig, tók 13 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Lebron eftir leikinn þriðji stigahæsti leikmaður úrslitakeppninnar frá upphafi, aðeins Kareem Abdul Jabbar og Michael Jordan hafa skorað fleiri stig en hann.

 

 

Milwaukee Bucks fóru nokkuð illa með Toronto Raptors. Sterk vörn Milwaukee hélt skotnýtingu Raptors í aðeins 33.8% í leiknum. Sóknarlega voru Bucks að fá framlag úr mörgum áttum, þar sem að sex leikmenn þeirra skoruðu 10 stig eða fleiri í leiknum.

 

 

Þá sigruðu heimamenn í Memphis lið San Antonio þar sem að tríó þeirra, Mike Conley, Marc Gasol og Zach Randolph léku á alls oddi. Skoruðu samanlagt 66 stig sinna manna í leiknum.

 

 

 

 

Úrslit næturinnar

 

Cleveland Cavaliers 119 – 114 Indiana Pacers

Cavaliers leiða einvígið 3-0

 

Toronto Raptors 77 – 104 Milwaukee Bucks

Bucks leiða seríuna 2-1

 

San Antonio Spurs 94 – 105 Memphis Grizzlies

Spurs leiða einvígið 2-1

Fréttir
- Auglýsing -