spot_img
HomeFréttirLeBron leiddi Cavs til sigurs í toppslag NBA

LeBron leiddi Cavs til sigurs í toppslag NBA

LeBron James skoraði 37 stig í sigri Cleveland Cavaliers á LA Lakers í toppslag NBA deildarinnar í nótt.  Leikar fóru 93-87 og hafa Cavs því unnið báða leiki liðanna í vetur og eru á miklu flugi þessa dagana.

Leikurinn í nótt var afar jafn og spennandi þrátt fyrir að Cavs væru án leikstjórnandans Mo Williams. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins en Cavs skoruðu síðustu sex stigin í leiknum eftir að staðan var jöfn 87-87.

Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir meistarana, og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora 25.000 stig, en hann sagði eftir leikinn að sínir menn hafi ekki barist nóg.

"Hugarfarið verður að breytast hjá okkur þegar við erum að leika gegn svona liðum. Þau eru hörð í horn að taka og berjast út í eitt. Það er ekki það sem okkar leikur snýst um. Við þurfum þess vegna að hífa okkur upp og berjast og samt spila flottan körfubolta."

Einn annar leikur fór fram í nótt, þar sem Denver Nuggets unnu LA Clippers með 20 stiga mun.

Tölfræði leikjanna
 

Fréttir
- Auglýsing -