spot_img
HomeFréttirLeBron James setti met er Cavaliers jöfnuðu einvígi sitt gegn Celtics

LeBron James setti met er Cavaliers jöfnuðu einvígi sitt gegn Celtics

 

Cleveland Cavaliers sigruðu Boston Celtics í nótt í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurstrandarinnar. Staðan í einvíginu því jöfn 2-2, en bæði hafa liðin sigrað báða sína heimaleiki það sem af er. Næsti leikur liðanna er annað kvöld í TD Garðinum í Boston.

 

LeBron James var atkvæðamestur heimamanna í leiknum með 44 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. Þá tók hann í nótt frammúr fyrrum leikmanni Milwaukee Bucks og Los Angeles Lakers, Kareem Abdul Jabbar og er nú sá leikmaður sem hefur skorað flestar körfur í úrslitakeppni NBA deildarinnar.

 

Fyrir gestina frá Boston var það Jaylen Brown sem dróg vagninn með 25 stigum og 6 fráköstum.

 

 

 

 

 

Úrslit næturinnar

 

Boston Celtics 102 – 111 Cleveland Cavaliers

(Einvígið er jafnt 2-2)

 

Það helsta úr leiknum:

Fréttir
- Auglýsing -