Besti körfuboltaleikmaður jarðar er með lausan samning. LeBron James nýtti í dag uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat til að losna undan síðustu tveimur árum samningstímans. LeBron átti að þéna yfir $20 milljónir á næsta tímabili.
Hvað þýðir þetta fyrir Miami Heat? LeBron óánægður með Heat eftir súrt tap fyrir Spurs í úrslitunum fyrr í mánuðinum? Endirinn á The Big Three og The Heatles?
LeBron sagðist ætla að taka sér frí frá öllu með fjölskyldu sinni og ákveða framhaldið í kjölfarið. Savannah Brinson eiginkona LeBron póstaði þessari mynd á Instagram um helgina með textanum “Home sweet home!!! The countdown is real! #330”.
Mögulegt er að hann ætli að testa markaðinn sem eflaust fer á hliðina við þessar fréttir. Dwyane Wade og Chris Bosh eru einni með slík ákvæði í sínum samningi. Ekki ólíklegt að þeir ætli allir að nýta þetta ákvæði til að segja upp samningi sínum við Heat til að draga saman launakostnað liðsins, svo hægt verði að sækja betri leikmenn á markaðinn fyrir næsta tímabil.
Þeir hafa til 30. júlí til að ákveða sig.