spot_img
HomeFréttirLeBron James í fágætan hóp leikmanna á komandi leiktíð

LeBron James í fágætan hóp leikmanna á komandi leiktíð

Leikmaður Los Angeles Lakers í NBA deildinni og Íslandsvinurinn LeBron James mun leika sitt tuttugasta tímabil á komandi 2022-23 leiktíð. Kemst hann þar með í hóp aðeins 9 leikmanna sem náð hafa þeim merka áfanga áður. Enginn þeirra leikmanna sem verða með honum á þeim lista hafa þó verið jafn atkvæðamiklir og hann á þessum tímapunkti, en hann skilaði 30 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum á 37 mínútum spiluðum að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Sá leikmaður sem spilað hefur flest tímabil í deildinni er Vince Carter, sem frá árinu 1998 til 2020 lék fyrir 8 félög í deildinni. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem leikið hafa 20 tímabil eða meira frá því að deildin var stofnuð árið 1946.

Nafn:Félög:Tímabil:
Vince CarterToronto Raptors (1998–2004)
New Jersey Nets (2004–2009)
Orlando Magic (2009–2010)
Phoenix Suns (2010–2011)
Dallas Mavericks (2011–2014)
Memphis Grizzlies (2014–2017)
Sacramento Kings (2017–2018)
Atlanta Hawks (2018–2020)
22
Robert ParishGolden State Warriors (1976–1980)
Boston Celtics (1980–1994)
Charlotte Hornets (1994–1996)
Chicago Bulls (1996–1997)
21
Kevin WillisAtlanta Hawks (1984–1995, 2004–2005)
Miami Heat (1994–1996)
Golden State Warriors (1996)
Houston Rockets (1996–1998, 2001–2002)
Toronto Raptors (1998–2001)
Denver Nuggets (2001)
San Antonio Spurs (2002–2004)
Dallas Mavericks (2007)
21
Kevin GarnettMinnesota Timberwolves (1995–2007, 2015–2016)
Boston Celtics (2007–2013)
Brooklyn Nets (2013–2015)
21
Dirk NovitzkiDallas Mavericks (1998–2019)21
Kareem Abdul JabbarMilwaukee Bucks (1969–1975)
Los Angeles Lakers (1975–1989)
20
Kobe BryantLos Angeles Lakers (1996–2016)20
Jamal CrawfordChicago Bulls (2000–2004)
New York Knicks (2004–2008)
Golden State Warriors (2008–2009)
Atlanta Hawks (2009–2011)
Portland Trail Blazers (2011–2012)
Los Angeles Clippers (2012–2017)
Minnesota Timberwolves (2017–2018)
Phoenix Suns (2018–2019)
Brooklyn Nets (2020)
20
LeBron JamesCleveland Cavaliers (2003–2010, 2014–2018)
Miami Heat (2010–2014)
Los Angeles Lakers (2018–)
20
Carmelo Antony & Udonis Haslem*Samningslausir 2022-2319

Reyndar má vera að LeBron verði ekki eini leikmaðurinn sem kemst í þennan tuttugu leiktíða hóp á komandi tímabili, en bæði Carmelo Anthony leikmaður Los Angeles Lakers og Udonis Haslem leikmaður Miami Heat gætu fylgt honum, fari svo að þeir semji við eitthvað lið fyrir tímabilið.

Fréttir
- Auglýsing -