spot_img
HomeFréttirLeBron James birtir skilaboð til Kobe Bryant

LeBron James birtir skilaboð til Kobe Bryant

LeBron James og félagar hans í Los Angeles Lakers unnu á dögunum NBA meistaratitilinn með 4-2 sigri á Miami Heat í úrslitum. Titillinn sá 17. sem Lakers vinna í heildina, en það gerir félagið að því sigursælasta í sögunni. Þá var titillinn sá fjórði sem James vinnur, en í leiðinni varð hann fyrsti leikmaðurinn til þess að vera valinn verðmætasti leikmaður úrslita með þremur mismunandi liðim.

Eftir dauða Kobe Bryant í þyrluslysi í janúar tileinkaði James honum þetta tímabil hjá Lakers og sagðist meðal annars að hann myndi halda arfleifð Bryant hjá félaginu áfram. Bryant spilaði í 20 ár með liðinu og vann á þeim tíma fimm titla.

Á tímabilinu og í úrslitakeppninni gerði félagið margt til þess að halda minningu Bryant á lífi, spiluðu meðal annars með bót á búningunum með upphafsstöfum hans og í einhverjum leikjum búningum tileinkuðum Mömbunni.

Hér fyrir neðan má svo sjá færslu James af samfélagsmiðlinum Instagram frá því í gær, en þar sendir leikmaðurinn eftirfarandi skilaboð til Bryant.

“Vonandi gerði ég þig stoltan bróðir!! Elska og sakna þín meistari!!”

Fréttir
- Auglýsing -