LeBron James hefur verið duglegur að safna hringjum núna síðustu ár og í gær án þess þó að spila einn einasta leik í NBA bætti kappinn við einum þegar hann gekk að eiga æskuást sína Savannah Brinson. James og Brinson hafa verið saman síðan í menntaskóla og trúlofuðu sig áramótin 2011. LeBron og Brinson eiga saman tvo drengi. LeBron Jr. 8 ára og Bryce sem er 5 ára.