Enn eru nokkrir lausir æfingatímar í Íþróttamiðstöðinni Kórnum við Vallakór í Vatnsendahverfi í Kópavogi, um er að ræða tvo nýja parket íþróttasali sem hægt er nota í körfubolta-, handbolta-, fótboltaiðkun og margt fleirra.
Eru tímarnir upplagðir fyrir íþróttalið, vinnustaði og vinahópa. Boltahópar fá afnot af bolta og vestum á leigutímanum.
Um er að ræða tíma á virkum dögum kl. 20:00-23:00 og sunnudögum kl. 18:00-22:00
Hægt er að fá nánari upplýsingar um tímana á netfanginu: [email protected]
Þeir sem fyrst panta tíma geta valið um bestu tímana.