8:09
{mosimage}
Viðar Örn Hafsteinsson
Í gærkvöld tóku Álftnesingar, úr annarri deild á móti liði Laugdæla, sem leika í fyrstu deild, í æfingaleik íþróttahúsinu á Álftanesi. Heimamenn byrjuðu vel, voru ákveðnir og spiluðu vel, leiddu mest með 10 stigum í leikhlutanum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 26-21 heimamönnum í vil.
Laugdælir vöknuðu af óværum blundi og tóku öll völd á vellinum í öðrum leikhluta, spiluðu grimma pressuvörn sem skilaði mörgum stolnum boltum og hraðaupphlaupum. Þeir unnu leikhlutann með 15 stigum og leiddu í hléi 36-46.
Sama var upp á teningnum í þriðja leikhluta, Laugdælir pressuðu stíft og virtust ekki geta klúðrað skoti. Þeir rótburstuðu heimamenn í leikhlutanum 12-30.
Álftnesingar hertu leik sinn í 4 leikhluta og leystu pressu Laugdæla betur en áður en þó ekki vel. Heimamenn náðu að minnka munin niður í fjórða leikhluta og spiluðu munn betur. Laugdælir pressuðu ekki jafn grimmt en þegar þeir gerðu það lentu heimamenn í vandræðum. Heimamenn unnu leikhlutann 24-19 og lokatölur á Álftanesinu í kvöld voru 72-95. Þar munaði miklu um að Viðar Örn Hafsteinsson, sem lék með Hamar í fyrra, og Pétur Már Sigurðsson skoruðu samtals tíu þriggja stiga körfur.
{mosimage}
Gísli Sigurðarson
„Við stóðum okkur mjög vel í fyrsta og fjórða leikhluta en við fórum á taugum þegar Laugdælir pressuðu okkur,“ sagði Gísli Sigurðarson sem þjálfar Álftanesliðið í vetur. „Þegar við leystum pressuna og náðum að stilla upp gegn þeim vorum við ekki síðri. Okkur vantaði nokkra sterka leikmenn þannig að þetta er góð upphitun fyrir tímabilið.“
Stigaskor leikmanna:
Álftanes:
Davíð Freyr 20 stig
Flóki 17 stig
Valur 14 stig
Steini Jobba 7 stig
Stefán Sturla 6 stig
Ingimar 3 stig
Jökull 3 stig
Björn Skúla 2 stig
Laugdælir:
Pétur 26 stig
Viðar 24 stig
Bjarni 10 stig
Snorri 9 stig
Svavar 5 stig
Óskar 4 stig
Aron 4 stig
Skúli 4 stig
Elfar 3 stig
Jens 3 stig
Gísli 3 stig