spot_img
HomeFréttirLatreece Bagley til Hamars

Latreece Bagley til Hamars

10:11

{mosimage}

Í leik Hamars og Keflavíkur í gær mátti sjá nýjan leikmann í liði Hamars. Liðið hefur samið við bandaríska leikmanninn Latreece Bagley um að leika með liðinu það sem eftir lifir vetrar. Latreece er 24 ára gömul og er 182 cmd há og leikur sem framherji eða miðvörður.  

 

Hún lék með Ohio Bobcats skólaliðinu en hefur eftir það leikið í neðri deildum á Spáni og í efstu deild í Lúxemborg þar sem hún skoraði 22,5 stig að meðaltali í leik síðastliðið tímabil.

Það er lítur út fyrir að hér sé um hörku miðherja að ræða og má meðal annars finna þau ummæli um hana á netinu að hún frákasti eins og Dennis Rodman og verji skot líkt og Ben Wallace.

 

runar@karfan.is

 

Mynd: Heimasíða Ohio Bobcats

 

Fréttir
- Auglýsing -