spot_img
HomeFréttirLangþráður Stjörnusigur í spennuleik (Umfjöllun)

Langþráður Stjörnusigur í spennuleik (Umfjöllun)

21:33
{mosimage}
(Komdu fagnandi!)

Reynsluna vantaði ekki á tréverkið hjá Stjörnunni í kvöld þegar Jón Kr. Gíslason, Teitur Örlygsson og lítt þekktari Eyjólfur Örn Jónsson stýrðu Stjörnunni til sigurs gegn FSu í Ásgarði. Lokatölur leiksins voru 87-79 Stjörnunni í vil eftir sveiflukenndan baráttuleik. Með sigrinum hafa Stjörnumenn 6 stig eins og FSu og liðin tvö því saman í fallsæti með Skallagrím. Viðureign liðanna var hin besta skemmtun, hraður leikur og hart barist en Stjarnan vann að lokum langþráðan sigur enda hafa þau verið ófá skiptin í vetur sem leikir af þessu tagi hafa runnið Stjörnumönnum úr greipum.

Kjartan Atli Kjartansson opnaði leikinn með þriggja stiga körfu fyrir Stjörnuna og heimamenn voru betri í upphafi leiks, komust í 12-7 en þá vöknuðu gestirnir og snéru taflinu við. Breyttu stöðunni í 13-20 í skemmtilegum og hröðum leik en Stjörnumenn klóruðu sig upp að og yfir gestina og leiddu 22-20 með þriggja stiga körfu frá Jovani Zdravevski um leið og flautan gall.

Sama fjörið var enn við lýði í 2. leikhluta og Árni Ragnarsson bakvörður í liði FSu barðist vel á báðum endum vallarins. Heimamenn náðu þó 10 stiga forystu þegar Justin Shouse skoraði körfu og fékk villu að auki. Hann setti niður vítið og staðan orðin 39-29 fyrir Stjörnuna. Tyler Dunaway gerði flautuþrist fyrir gestina og minnkaði muninn í 47-37 og þannig stóðu leikar í hálfleik en Tyler þessi átti eftir að láta vel fyrir sér finna í síðari hálfleik.

Justin Shouse var með 15 stig og 8 stoðsendingar hjá Stjörnunni í hálfleik en Thomas Viglianco var með 13 og 9 fráköst hjá FSu.

{mosimage}
(Shouse brýst framhjá Árna Ragnarssyni)

Strax í upphafi síðari hálfleiks voru viss teikn á lofti um að gestirnir myndu láta fyrir sér finna. Sókn Stjörnunnar snérist einvörðungu í kringum Justin Shouse sem gerði FSu það mun auðveldara að verjast og þeir efldust með hverri sekúndu sem leið.

Tyler Dunaway hóf skothríð sína er hann minnkaði muninn í 52-50 með þrist, annar slíkur kom í næstu sókn og staðan 52-53, sá þriðji lá strax aftur og staðan 53-56 og fjórði þristurinn í röð hjá Tyler breytti stöðunni í 53-59 og Stjörnumenn áttu engin svör við þessari skothríð og fórnuðu heimamenn síðan höndum þegar Björgvin Valentínusson smellti niður einum þrist og þeim sjötta hjá FSu og staðan orðin 57-64 fyrir FSu.

Gestirnir voru hreint út sagt frábærir í þriðja leikhluta og leiddu 60-69 að honum loknum. Miklar sviptinar á þessum tíma í leiknum en FSu vann leikhlutann 13-32.

Eftir fjörlegan þriðja leikhluta af hálfu FSu færðist aukin harka í síðasta leikhlutann og hver karfa varð gulls ígildi. Kjartan Atli Kjartansson hóf fjórða leikhluta eins og þann fyrsta, með þrist og staðan 63-69. Justin Shouse minnkaði svo muninn í eitt stig 68-69 með þriggja stiga körfu og gestirnir ekki búnir að skora fyrstu þrjár mínúturnar í þriðja leikhluta. Árni Ragnarsson bætti úr því og kom FSu í 68-71.

FSu lenti í töluverðum villuvandræðum á lokasprettinum og hafði það töluvert að segja að missa þá Árna Ragnarsson og Sævar Sigurmundsson af velli með 5 villur.

{mosimage}
(Sævar Sigurmundsson)

Strax eftir að Árni fór af velli losnaði um Kjartan Atla sem kveikti í sínum mönnum með þrist og staðan orðin 81-79 fyrir Stjörnuna. Í stöðunni 83-79 fékk Vésteinn Sveinsson tvö víti fyrir FSu sem hann misnotaði og í kjölfarið komu tvö afdrifarík mistök úr röðum gestanna þar sem þeir köstuðu boltanum frá sér og heimamenn lönduðu að lokum 87-79 sigri.

Justin Shouse gerði 28 stig í kvöld fyrir Stjörnuna, gaf 13 stoðsendingar, tók 7 fráköst og stal 5 boltum. Thomas Viglianco gerði 19 stig og tók 14 fráköst fyrir FSu.

Stjörnumenn fögnuðu vel og innilega þessum langþráða sigri sínum og héðan í frá verða nokkrar breytingar í Ásgarði. Jón Kr. Gíslason hverfur á braut en hann skammtímaaðstoðaði Eyjólf Örn við þjálfun liðsins síðan samningi Braga Magnússonar var sagt upp. Eyjólfur er því/var því aðalþjálfari í úrvalsdeild með 100% árangur, 1 leikur, 1 sigur. Teitur Örlygsson tekur nú við keflinu og er í fyrsta sinn á mála hjá öðru félagi en Njarðvík. Eina annað félagið sem hann hefur leikið með er erlendis þar sem hann var um hríð sem atvinnumaður.

Tölfræði leiksins:
http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz0xNSZvX2xlYWc9MiZmdXNlYWN0aW9uPWdhbWVzLm1haW4mZ19pZD0xNjY=

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -