spot_img
HomeFréttirLangþráður sigur hjá Fjölni

Langþráður sigur hjá Fjölni

Lokaleikur deildarkeppni 1. deildar kvenna fór fram í Dalhúsum í kvöld þar sem heimakonur í Fjölni tóku á móti KR. Fjölnir fór með sigur af hólmi, 76 – 66, í leik sem var nokkuð jafn og spennandi lengst af. KR og Fjölnir enduðu í 3. og 4. sæti deildarinnar og hafa því lokið keppni á tímabilinu en Þór Akureyri og Breiðablik munu há einvígi um sæti í úrvalsdeild kvenna að ári. 

Eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum fram yfir miðjan fyrsta leikhluta náði KR 5 stiga forskoti áður en fyrsta fjórðungi lauk. Þær bættu um betur í öðrum leikhluta og leiddu með 10 stigum í hálfleik, 28-38. Fjölnisstúlkur mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn þegar um 5 mínútur voru liðnar af honum. Þær náðu forystu í stöðunni 49-48, litu ekki til baka eftir það og lönduðu 10 stiga sigri. Óhætt er að segja að um langþráðan sigur hafi verið um að ræða fyrir Fjölniskonur en þetta er fyrsti sigurleikur liðsins á tímabilinu. 

Stigaskor Fjölnis: Berglind Karen Ingvarsdóttir 27 stig/10 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 20 stig, Erla Sif Kristinsdóttir 12 stig/7 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 10 stig, Margét Ósk Einarsdóttir 3 stig, Eva María Emilsdóttir 2 stig/5 fráköst, Guðrún Edda Bjarnadóttir 2 stig. 

Stigaskor KR: Gunnhildur Bára Atladóttir 19 stig, Ásta Júlía Grímsdóttir 15 stig/8 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 10 stig/8 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 9 stig, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 8 stig/8 fráköst, Ástrós Lena Ægisdóttir 3 stig, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2 stig, Margrét Blöndal 0 stig/10 fráköst

Tölfræði leiks

Myndasafn leiks

Fréttir
- Auglýsing -