spot_img
HomeFréttirLandsliðsframtíð Pau Gasol í óvissu

Landsliðsframtíð Pau Gasol í óvissu

Spánverjar féllu úr leik á HM í gærkvöldi eftir 65-52 ósigur gegn Frakklandi. Pau Gasol einn af helstu prímusmótorum Spánverja var að vonum svekktur með niðurstöðuna.
 
 
Gasol sem er 34 ára gamall var nokkuð ómyrkur í máli eftir leik og sagði: „Þú veist aldrei hvort þetta sé þinn síðasti landsleikur eða síðasta stórmót. Ég myndi vilja spila þangað til að ég væri fimmtugur en ég stórefa að það gerist. Það er heiður að spila fyrir landið sitt en maður veit aldrei… við eigum frábæra unga leikmenn sem eru að koma upp og ég er þess full viss að við verðum áfram með sterkt lið í framtíðinni,“ sagði Gasol á blaðamannafundi eftir leikinn.
 
Forvitnilegt verður að sjá hvort Pau gefi kost á sér í landsliðshóp Spánar sem verður á Evrópumeistaramótinu á næsta ári ásamt Íslendingum. 
  
Fréttir
- Auglýsing -