spot_img
HomeNBALakers unnu leik - Curry með 51

Lakers unnu leik – Curry með 51

Það þurfti 131 stig frá LA Lakers gegn liði Pheonix Suns (113) til að næla sér í sinn fyrsta sigur á leiktíðinni og jafnframt fyrsti sigur Lebron James síðan hann skipti frá Cleveland.  Og af fleiri óvæntum fréttum þá var það Lance Stephenson sem var stigahæstur LA að þessu sinni með 23 stig.  Lebron skilaði hinsvegar frábærum leik með 19 stig, 7 fráköst og 10 stoðsendingar.  Devin Booker leiddi Suns með 23 stig í leiknum.

Golden State Warrirors hafa heyrt af þessu mikla skori hjá LA Lakers og ætluðu sé ekki að vera minni menn því þeir kumpánar hlóðu í 144 stig gegn 122 gegn liði Washington Wizards. Steph Curry sjóðandi heitur með 11 þrista og endaði með rúmlega þriðjung stiga liðsins (51 stig)  Kevin Durant sallaði svo niður 30 stigum að auki.  Bradley Beal skoraði 23 stig fyrir Washington.

Toronto eru enn taplausir í deildinni og í nótt lögðu þeir Minnesota Timberwolves 112:105 á heimavelli sínum í Toronto. Kawhi Leaonard heldur áfram að heilla í Kanada og í nótt skellti hann í 35 stig. Jimmy Butler skoraði 23 stig fyrir Timberwolves.

 

Úrslit næturinnar næturinnar:

Atlanta – Dallas 111:104  (Nýliða matchup leikurinn  Trae Young 17 stig – Doncic 21 stig)
Cleve­land – New Jers­ey 86:102
Miami – New York 110:87
Toronto – Minnesota 112:105
Chicago – Char­lotte 112:110 (Lavine 32 stig og sigurvítin þegar 0.5 sek eftir)
Hou­st­on – Utah 89:100 (Donovan Mitchell 38 stig og 7 stoðsendingar)
SA Spurs – Indi­ana 96:116 (7 leikmenn Pacers með yfir 10 stig)
Milwaukee – LA Lakers 113:131 (Giannis þrennu. 32 stig, 18 fráköst og 10 stoðsendingar)
Sacra­mento – Memp­his 97:92
Gold­en State – Washingt­on 144:122
Phila­delp­hia – Milwaukee 108:123

Fréttir
- Auglýsing -