spot_img
HomeFréttirLakers unnu í Washington - Suns í frjálsu falli

Lakers unnu í Washington – Suns í frjálsu falli

Meistarar LA Lakers unnu næsta léttan sigur á Washington Wizards í nótt, en á sama tíma töpuðu Phoenix Suns enn einum leiknum, nú gegn Charlotte Bobcats. Suns voru, framan af tímabilinu, eitt af fáum liðum sem virtust geta haldið í við Lakers í vesturdeildinni, en nú eru þeir á hraðri niðurleið og hafa tapað sjö af síðustu níu leikjum.
Þá unnu Dallas Mavericks nauman sigur á Milwaukee, NY Knicks unnu stórsigur á Minnesota Timberwolves og lok unnu Sacramento Kings sigur á Golden State Warriors.
 
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
 
Washington 103 LA Lakers 115
New York 132 Minnesota 105
Dallas 108 Milwaukee 107
Phoenix 109 Charlotte 114
Sacramento 99 Golden State 96
 
 
Fréttir
- Auglýsing -