09:19:47
{mosimage}LA Lakers tryggðu sér Vesturdeildarmeistaratitilinn með sigri á New Jersey Nets í nótt, 95-103. Það kemur fáum á óvart þar sem Lakers hafa verið í sérklassa, en sigurinn er mjög mikilvægur í baráttunni við Cleveland Cavaliers um besta vinningshlutfallið í NBA. Cleveland er sem stendur einum leik fyrir ofan, en þeir unnu einmitt sinn leik í nótt, gegn Minnesota, 107-85.
Hætt er við að stuðningsmenn Lakers hafi fengið hland fyrir hjartað þegar Kobe Bryant datt í jörðina eftir samstuð við Devin Harris. Hann sneri sig á ökkla en sneri aftur eftir hálfleik og skoraði 12 af 14 stigum sínum eftir það. Á meðan átti Pau Gasol frábæran leik þar sem hann skoraði 36 stig og tók 11 fráköst og leiddi Lakers á móti baráttuglöðum Nets sem héldu sér inni í leiknum allt til loka.
Cleveland áttu mun náðugra kvöld en Lakers þar sem Minnesota Timberwolves máttu sín lítils þar sem LeBron James og Mo Williams áttu báðir góðan leik. Nýliðinn Kevin Love og Randy Foye voru þeir einu með lífsmarki í liði Minnesota.
Á meðan sigruðu Boston Celtics Atlanta Hawks 93-33 þrátt fyrir að vera án Kevins Garnetts, en Glen Davis átti aftur góðan leik í hans fjarveru þar sem hann skoraði 19 stig og tók 12 fráköst. Félagarnir Paul Pierce (21) og Ray Allen (22) voru þó stigahæstir í liði meistaranna, en Josh Smith og Joe Johnson voru stigahæstir í liði Atlanta með 22 stig hvor.
Loks má geta þess að Carmelo Anthony átti stórleik fyrir Denver Nuggets sem sigraði Dallas Mavericks, 101-103. Dallas voru án Jason Kidd, en töpuðu á arfaslakri vörn á lokasprettinum þar sem Anthony fékk greiða leið upp að körfunni til að koma sínum mönnum yfir þegar 12 sek voru eftir en hann kláraði síðan leikinn af vítalínunni.
Hann var með 43 stig og 11 fráköst, en Dirk Nowitzki var stigahæstur Dallas-manna með 26 stig og 11 fráköst.
Hér eru úrslit næturinnar:
Milwaukee 94
Orlando 110
Charlotte 100
Philadelphia 95
Oklahoma City 96
Toronto 112
New Orleans 93
New York 103
Minnesota 85
Cleveland 107
LA Lakers 103
New Jersey 95
Boston 99
Atlanta 93
LA Clippers 98
San Antonio 111
Denver 103
Dallas 101
Memphis 113
Sacramento 95
ÞJ