spot_img
HomeFréttirLakers reyna við Lebron og Carmelo

Lakers reyna við Lebron og Carmelo

 Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa sett sig í samband við umboðsmenn Lebron James og Carmelo Anthony. Á fimmtudag nk. mun Carmelo mæta til Los Angeles til að ræða við Lakers menn um hvað sé í boði þar.   Takmark þeirra Lakers-manna er að sannfæra þá Lebron og Carmelo ágæti þess að koma til Los Angeles og yfirgefa þau lið sem þeir spila með núna og eiga þá jafnvel möguleika á titlum eða í tilviki Lebron, fleiri titlum. 
 
Pau Gasol sem er með lausan samning mun einnig eiga í viðræðum við liðið um áfram haldandi veru í gullna búningi Lakers.  
 
Fregnir herma að Lebron mun fara fram á að fá hæsta mögulega samning sem völ er á (20 milljónir per ár) og það eru ekki mörg lið sem geta boðið það í deildinni sem stendur en Lakers eru vissulega eitt af þeim.  James hefur hinsvegar látið það í ljós að umboðsmaður hans mun sjá um alla fundi framan af til að sjá hvað er í boði
Fréttir
- Auglýsing -