10:09
{mosimage}
(Lamar Odom var ekki í byrjunarliði Lakers en gerði þó 19 stig og tók 14 fráköst)
Fimmta viðureign LA Lakers og Denver Nuggets fór fram í NBA deildinni í nótt þar sem liðsmenn Lakers náðu 3-2 forystu með 103-94 sigri á Denver. Leikurinn fór fram í Staples Center á heimavelli Lakers þar sem Kobe Bryant var stigahæstur með 22 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst. Lakers þarf aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sig inn í úrslit NBA deildarinnar.
Þrír fyrstu leikhlutar leiksins voru hnífjafnir og var það aðeins í fjórða sinn sem það gerist í sögu úrslitakeppninnar í NBA deildinni. Fyrsti leikhluti fór 25-25 og í hálfleik var staðan 56-56. Eftir þriðja leikhluta stóðu leikar 76-76 en það voru Lakers með Kobe í fararbroddi sem voru sterkari á lokasprettinum og gerðu 27 stig gegn 18 frá Denver. Bryant var iðinn við að laða á sig tvídekkun sem opnaði vel fyrir Pau Gasol og Lamar Odom en Gasol var með 14 stig og 10 fráköst og Lamar Odom gerði 19 stig og tók 14 fráköst.
Í liði Nuggets var Carmelo Anthony með 31 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar en honum næstur voru þeir Chaunsey Billups og Kenyon Martin báðir með 12 stig. Næsti leikur liðanna er á morgun þar sem Lakers geta komist áfram en ef Denver vinnur þá verður oddaleikur í Staples Center.