spot_img
HomeFréttirLakers í úrslit Vesturdeildar eftir sigur í oddaleik

Lakers í úrslit Vesturdeildar eftir sigur í oddaleik


22:02:59
LA Lakers tryggðu sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar með stórsigri á Houston Rockets, 89-70, í oddaleik liðanna í kvöld. Houston hafði komið mjög á óvart í þessu eingvígi og farið lengra með stórlið Lakers en nokkurn hafði órað, en Lakers mættu í vinnuna í kvöld og áttu leikinn frá upphafi til enda.

Eftir að Yao Ming, miðherji og stærsta stjarna Rockets, meiddist í þriðja leik liðanna, bjuggust ekki margir við að Houston næði að stríða Lakers, sem eru með einhverja bestu framlínu í deildinni, enda er Chuck nokkur Hayes, sem er tæpir tveir metrar á hæð, að leysa Yao af.

Pau Gasol átti stórleik og Andrew Bynum, miðherjinn ungi er að finna sig eftir langvinn meiðsli í vetur. Með þá tvo í banastuði áttu Rockets aldrei séns en mega bera höfuðið hátt eftir ótrúlega baráttu og sigurvilja í þessari úrslitakeppni.

Gasol var með 21 stig og 18 fráköst fyrir Lakers, Trevor Ariza 15 stig og þeir Bynum og Kobe Bryant voru með 14 hvor.

Hjá Houston var Aaron Brooks með 13 stig, Louis Scola með 11 og aðrir minna.

Lakers mæta Denver Nuggets í úrslitum Vesturdeildarinnar og verður án efa um söguleag viðureign að ræða.

Boston Celtics og Orlando Magic eigast við í seinni leik kvöldsins en þar er einnig um að ræða oddaleik til að skera úr um hvort liðið mætir Cleveland í úrslitum Austurdeildarinnar.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -