spot_img
HomeFréttirLabrenthia mætt til að stýra Ísfirðingum

Labrenthia mætt til að stýra Ísfirðingum

Kvennalið KFÍ spilar sinn fyrsta leik í 1. deild kvenna um helgina þegar liðið mætir Njarðvík á útivelli á laugardag. Spilandi þjálfari þeirra, Labrenthia Murdock, er mætt til landsins en hún lék áður með Lewis University í Texas í háskólaboltanum.
 
 
Í tilkynningu frá KKÍ segir að Murdock hafi einnig leikið sem atvinnumaður með Chicago Storm. Þá hefur hún einnig komið við í Bikinibasketball deildinni vestra þar sem hún var á mála hjá Illinois Heart.
 
Þar sem Bikinibasketball deildinn er tiltölulega ný af nálinni komumst við ekki nærri því hér á Karfan.is en að áætla að Labrenthia Murdock sé fyrsti erlendi leikmaðurinn sem leiki hérlendis sem komið hefur við sögu í Bikini Basketball deildinni.
 
Á heimasíðu Lewis háskólans má lesa umfjöllun um samning Labrenthiu við KFÍ. Einnig hefur KFÍ gert venslasamning við Breiðablik og munu því þrjár Blikastúlkur styrkja liðið enn frekar.
 
Mynd/ Steve Wolfmann – Labrenthia Murdock í leik með Lewis University.
  
Fréttir
- Auglýsing -