spot_img
HomeFréttirKynningarfundur í Smáranum í dag

Kynningarfundur í Smáranum í dag

10:09

{mosimage}

Í dag kl 13:00 verður haldin kynningarfundur á Iceland Express-deildum karla og kvenna sem hefst á miðvikudaginn kemur. Fundurinn fer fram í salarkynnum Smárans í Kópavogi á annarri hæð.

Á fundinum verður farið yfir spá fyrirliða, þjálfara og forsvarsmanna liðanna og deildin kynnt. Fulltrúar allra liða verða á staðnum í karla og kvenna deildum, þjálfarar og leikmenn. Frétta- og blaðamenn mæta einnig til að taka púlsin á liðunum og fulltrúar Iceland Express mæta einnig og kynna samstarfið við KKÍ.

KKÍ mun afhenda keppnisgögn fyrir veturinn, eins og fána, boli og fleira til forráðamanna liðanna.

Boðið verður upp á léttar veitingar í boði Iceland Express.

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -