Nýliðavalið í NBA fór fram í nótt og átti Cleveland fyrsta valrétt. Völdu þeir Kyrie Irving eins og flestir spáðu en næstur honum var Derrick Williams tekin af Minnesota. Athygli vakti að af fyrstu sjö leikmönnum sem voru valdir voru fjórir þeirra ekki Bandaríkjamenn.
Sá útlendingur sem var valinn fyrst var Tyrkinn Enes Kanter en hann lék með Kentucky skólanum á síðustu leiktíð. Mikill fjöldi erlendra leikmanna var valinn og komu leikmenn m.a. frá Ástralíu, Króatíu, Spáni, Litháen og fleiri löndum.
Jordan Williams, liðsfélagi Hauks Helga Pálssonar hjá Maryland, var valinn í annarri umferð eða nr. 36 af New Jersey Nets.
Allt um nýliðavalið á nba.com
Mynd: Kyrie Irving fór hamförum þegar hann lék hér á Íslandi um árið.