Dugnaðarforkurinn úr Duke háskólanum Kyle Singler var valinn í nýliðavalinu nú í ár af Detroit Pistons. Hinsvegar stefnir allt í verkbann í NBA og kappinn kann illa við það að fá ekki launaseðil inn um lúguna. Þannig að hann tók á það ráð að semja við lið Lucentum Alicante í ACB deildinni á Spáni.
Kyle þessi hefur átt góðu gengi að fagna í háskólaboltanum síðastliðin 4 ár með Duke og vann með þeim t.a.m meistaratitil á síðasta ári. Kyle er eins og fyrr segir annálaður dugnaðarforkur undir körfunni og ætti að passa vel inn í spænska boltann. Þar mun hann hinsvegar þurfa að eiga við Hauk Helga Pálsson og Jón Arnór Stefánsson okkar íslensku reppa í deildinni. Jón Arnór þekkir Kyle ekki neitt en hinsvegar spilaði hann á móti Hauk Helga í háskólaboltanum í fyrra þegar Maryland og Duke mættust.