spot_img
HomeFréttirKvennalandsliðið tryggði annað sæti með sigri á Lúxemborg

Kvennalandsliðið tryggði annað sæti með sigri á Lúxemborg

Íslenska kvennalandsliðið lauk leik á Smáþjóðaleikunum í dag er liðið lék gegn Lúxemborg. Lúxemborg hafði fyrir leikinn tryggt sér sigur á mótinu en Ísland gat hirt annað sætið með sigri. 

 

Skemmst er frá því að segja að Ísland vann leikinn nokkuð örugglega. Frábær annar leikhluti gerði útslagið en staðan í hálfleik var 31-19. Á facebook síðu KKÍ segir að góð vörn hafði skapað sigurinn. Lokastaðan var 59-44 og Íslenska liðið fagnaði öðru sætinu á mótinu. Liðið lék þrjá leiki og vann tvo, liðið tapaði fyrsta leiknum gegn Möltu en mikil framför var í leik Íslands með hverjum leik. 

 

Helena Sverrisdóttir var frábær í leiknum og endaði  með 21 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Emelía Ósk var einnig öflug með 10 stig og Sigrún Sjöfn með 5 stig og 10 fráköst. 

 

Tölfræði leiksins

 

Fögnuð íslenska liðsins má finna hér að neðan: 

 

Mynd / kki.is 

Fréttir
- Auglýsing -