spot_img
HomeFréttirKveðjuleikur Önnu Maríu gegn Blikum

Kveðjuleikur Önnu Maríu gegn Blikum

{mosimage}

Körfuknattleikskonan Anna María Sveinsdóttir leikur sinn síðasta leik með Keflavík í kvöld er Íslandsmeistararnir mæta Breiðablik kl. 19:15 í Sláturhúsinu.

Anna meiddist fyrr á tímabilinu og ákvað í framhaldi af því að leggja skóna endanlega á hilluna. Anna María er leikjasti leikmaður í kvennaflokki frá upphafi og hefur allan sinn feril leikið fyrir Keflavík. Körfuknattleiksfólk er hvatt til þess að mæta í Sláturhúsið og kveðja eina reyndustu og sigursælustu körfuknattleikskonu þjóðarinnar.

Frétt og myndwww.vf.is

 

Fréttir
- Auglýsing -