Íslandsmeistarar Hauka lögðu Ármann í kvöld í sjöttu umferð Bónus deildar kvenna, 75-92.
Haukar eru í 4. sæti deildarinnar eftir leikinn með 8 stig á meðan Ármann er í 9. sætinu með 2 stig.
Karfan spjallaði við Krystal-Jade Freeman leikmann Hauka eftir leik í Laugardalshöllinni. Að öðrum ólöstuðum var Krystal besti leikmaður leiksins með 25 stig og 12 fráköst.



