spot_img
HomeFréttirKristrún: Verðum bara að vera klárar

Kristrún: Verðum bara að vera klárar

22:33

{mosimage}

Haukastelpur voru með pálmann í höndunum í kvöld þegar þær mættu í DHl-höllina en sigur hefði þýtt að liðið hefði orðið Íslandsmeistari í þriðja sinn á fjórum árum. KR hafði sigur gegn Haukum og þarf því oddaleik til að knýja fram sigurvegara en hann verður á Ásvöllum á miðvikudagskvöld. Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, sagði að sitt lið verður að eiga toppleik á miðvikudagskvöld til að tryggja sér titilinn.

„Það er ekkert annað í boði það er síðasti leikurinn og við verðum bara að vera klárar í þann leik.”

KR stúlkur fóru hamförum eftir að hafa lent tíu stigum undir. Með mikilli baráttu náðu þær 20-2 spretti á Haukaliðið og náðu mest 18 stiga forystu. Kristrún var ekki par ánægð með leik Haukaliðsins á þessum kafla og sagði að það væri ómögulegt að útskýra hvað hafi farið úrskeiðis hjá Haukaliðinu.„Það er erfitt að útskýra hvað klikkaði í einu orði. Þær komu bara sterkar til leiks og vildu þetta bara meira en við í dag”

„Jú að sjálfsögðu verður það sætara, það verður bara að vera þannig” voru svör Kristrúnar þegar hún var spurð að því hvort það yrði ekki sætara að lyfta bikarnum á Ásvöllum á miðvikudaginn.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -