Kristrún Sigurjónsdóttir og Darri Hilmarsson voru valin bestu leikmenn ársins hjá körfuknattleiksdeild Hamars á lokahófi félagsins. Að vanda stillti Ágúst Björgvinsson upp stjörnuliði Hamars, valið úr meistaraflokkum karla og kvenna. Liðið skipa Ellert Arnarson, Kristrún Sigurjónsdóttir, Darri Hilmarsson, Fanney Lind Guðmundsdóttir og Ragnar Nathanaelsson.
Svavar Páll Pálsson og Íris Ásgeirsdóttir voru valin mikilvægustu leikmennirnir og Ragnar Nathanaelsson og Jenný Harðardóttir voru valin efnilegust.
Bjarni Rúnar Lárusson, Stefán Halldórsson og Kristrún Rut Antonsdóttir fengu viðurkenningu fyrir mestu framfarir og Ellert Arnarson og Íris Ásgeirsdóttir voru valin varnarmenn ársins.
Þá voru afhentar viðurkenningar fyrir leikjafjölda en Svavar Páll fékk viðurkenningu fyrir 300 leiki, Lárus Jónsson og Fanney Lind fyrir 150 leiki og Jenný fyrir 100 leiki.
Frétt af www.sunnlenska.is
Myndir/ Kristrún á efri myndinni og Darri á þeiri neðri.