spot_img
HomeFréttirKristrún í Val

Kristrún í Val

 

Framherjinn Kristrún Sigurjónsdóttir hefur gert samning við Val um að leika með þeim á komandi tímabili í Dominos deild kvenna. Síðustu tvö tímabil lék Kristrún með Skallagrím, þar sem þær komust upp úr 1. deildinni fyrra árið og fóru svo í undanúrslit Íslandsmótsins og úrslit bikarkeppninnar á síðasta tímabili, en þar skilaði hún 9 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þá hefur Kristrún einnig leikið 34 A landsliðsleiki fyrir Íslands hönd.

 

Um félagaskiptin sagði þjálfari Vals, Darri Freyr Atlason:

 

“Það er gríðarlegur liðsstyrkur fólginn í hæfileikum og reynslu Kristrúnar. Hún kemur með nýja vídd í flóru Valsliðsins í krafti reynslu sinnar og við hlökkum til að læra með henni. Kristrún mun smellpassa inn í kröftugan leikstíl liðsins og auka enn frekar við þá töluverðu breidd sem fyrir var.”

 

Þá segir Kristrún:

“Ég hlakka mjög mikið til að spila með þessum stelpum aftur. Liðið er með góða blöndu af stórum og litlum leikmönnum og metnaðarfullum þjálfara sem ég hlakka til að vinna með. Ein af ástæðunum fyrir að skipta um lið var sú að við fjölskyldan vorum að flytja úr Borgarnesi og aftur í bæinn. Við erum mjög þakklát fyrir þann tíma sem við áttum Borgarnesi.” 

 

Fréttir
- Auglýsing -